Klúbburinn tekur að sér ýmis konar fjáröflunarverkefni.  Sem dæmi má nefna sölu á ýmsum varningi, berjatínslu, fræsöfnun, útgáfu og sölu á tækifæriskortum og margt fleira.  Ef þið hafið verkefni sem ykkur vantar margar, traustar hendur til að vinna á stuttum tíma, sendið okkur skilaboð.

konglarVið tókum að okkur verkefni fyrir Gróðrarstöðina Barra ehf í Fellabæ sem felst í því að ná fræjum úr lindifurukönglum. Könglunum er safnað á Hallormsstað og fræið verður notað til að rækta upp af þeim tré til gróðursetningar vítt og breitt um landið.

barraverkefni

Fjáröflunarverkefnið okkar, að flokka skógarplöntur hjá Gróðrarstöðinni Barra, hefur nú staðið í 10 daga og við erum ekki hættar.  Alls hafa 21 af rúmlega 30 klúbbsystrum komið og tekið þátt í verkefninu.  Við byrjuðum fimmtudaginn 4. júní erum enn að.

 

Soroptimistaklúbbur Austurlands

Copyright © 2014. All Rights Reserved.