Til styrktar fötluðum börnum og ungmennum
Að venju munu félagar í Soroptimistaklúbbi Austurlands selja kærleikskúlur og jólaóróa frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra nú á aðventunni. Sala þessara muna er árlegt fjáröflunarverkefni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og fær Soroptimistaklúbbur Austurlands 1000 krónur af andvirði hvers hlutar sem selst hér til stuðnings fötluðum börnum og ungmennum á Austurlandi.
Kúlan í ár er eftir Egil Sæbjörnsson sem var fulltrúi Íslands í Feneyjatvíæringnum og Jólaóróinn Askasleikir er hannaður af Goddi og Ásta Fanney Sigurðardóttir yrkir um hann kvæði.
Soroptimistaklúbbur Austurlands kemur nú að þessu verkefni í 12. sinn og hafa Austfirðingar verið tryggir kaupendur. Ágóðinn er sem fyrr segir notaður í þágu fatlaðra barna og ungmenna á heimaslóðum og hefur hann t.d. verið notaður til tækjakaupa fyrir sjúkraþjálfun og til kaupa á ýmiskonar hjálpartækjum fyrir einstaklinga. Einnig hefur sjóðurinn styrkt einstakling til þátttöku á vetrarólympíuleikum fatlaðra.
Síðastliðin ár hefur ágóðinn runnið til kaupa á lyftu fyrir hreyfihamlaða í sundlaugina á Egilsstöðum. Lyftan er komin upp og nú safnar klúbburinn fyrir kostnaði vegna uppsetningar hennar.
Selt verður í Nettó á Egilsstöðum dagana 6. - 10. desember, í markaðinum í Barra 16.desember, í versluninni Klassík á Egilsstöðum, í Hár.is í Fellabæ og í Kjörbúðinni á Seyðisfirði.
Allar nánari upplýsingar/pantanir fást á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Soroptimistaklúbbur Austurlands
Ljósaganga UN Women fer fram laugardaginn 25. nóvember kl. 13 á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir. Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur fyrir ljósagöngu á Egilsstöðum. Gengið verður frá Egilsstaðakirkju að Gistihúsinu (Lake Hotel Egilsstaðir) þar sem Gisthúsið og Fellabakarí bjóða þátttakendum upp á hressingu. Soroptimistasystur á Austurlandi verða í Bónus og Nettó Egilsstöðum föstudaginn 24. nóvember frá kl. 16 til 18 og hvetja samborgara sína til að sýna náungakærleik og koma í veg fyrir að einelti og ofbeldi fái þrifist. Ef hver og einn hugar að sínu nærumhverfi náum við árangri. Við hvetjum til þess að appelsínugulur litur verði áberandi á meðan átakið stendur, því appelsínugulur er einkennislitur átaksins.
Vegna veðurs er göngunnni frestað um viku.
Tækifæriskort með umslögum, 4 í pakka. Kortin eru með myndum eftir Ólöfu Björk Bragadóttur og heita Vetur/Sumar/Vor/Haust.
Stærðin er 13,5 x 13,5 cm.
Verð pakkans er 1.500 kr.-
Einnig er hægt að panta stök kort, en þau kosta 500 kr. stykkið.